Fótbolti

Zlatan: Pep faldi sig frá mér

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan ber ekki hlýjan hug til Guardiola
Zlatan ber ekki hlýjan hug til Guardiola vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola.Ibrahimovic hefur tvisvar spilað með liði sem Mourinho stýrir, fyrst Inter Milan og svo Manchester United. Hann vann Ítalíumeistaratitil með Inter og Evrópudeildina með United.„Við höldum ennþá sambandi. Hann hafði mikil áhrif á ferilinn minn,“ sagði Ibrahimovic við La Gazzetta dello Sport.„Hann er ennþá hinn sérstaki.“„Ég vona að hann snúi aftur bráðlega og ég er viss um það að hann muni vinna eitthvað strax.“Svíinn er ekki eins ánægður með annan fyrrum þjálfara sinn, Pep Guardiola. Zlatan spilaði fyrir Pep hjá Barcelona.„Við lentum aldrei í árekstrum en það er bara afþví að hann faldi sig frá mér,“ sagði framherjinn.„Ég fór í búningsherbergið eftir einn leik og hann var í öðru herbergi að bíða eftir því að ég færi.“Zlatan verður í eldlínunni í nótt þegar LA Galaxy mætir Minnesota United í úrslitakeppni MLS deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.