Innlent

Þær íslensku fá félagsskap á Spáni frá Norðmönnum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þrjár af fjórum Boeing MAX-þotum Icelandair saman á flugvellinum á Spáni.
Þrjár af fjórum Boeing MAX-þotum Icelandair saman á flugvellinum á Spáni. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.

Boeing 737 MAX-þotur Icelandair, sem komnar eru til vetrardvalar í Lleida á Spáni, hafa nú fengið félagsskap fleiri samskonar véla. Norska flugfélagið Norwegian fylgdi í kjölfarið og er einnig búið að ferja tvær MAX-þotur til sama flugvallar.

Þeim var flogið frá Kanaríeyjum, annarri frá Tenerife en hinni frá Las Palmas, þar sem þær hafa setið strandaðar frá því MAX-flotinn var kyrrsettur um allan heim fyrir sjö mánuðum, eftir tvö mannskæð flugslys.

Tvær Max-þotur frá Norwegian fremst og fjórar frá Icelandair fjær á Alguaire-Lleida flugvellinum. Myndin er tekin úr flugturninum í gegnum litað gler. Mynd/Lleida.com

Icelandair ferjaði tvær fyrstu MAX-þoturnar frá Keflavíkurflugvelli til Katalóníu fyrir síðustu helgi, föstudaginn 11. október.

Sjá frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars 

Vélar Norwegian komu svo eftir helgina, á mánudag og þriðjudag. Icelandair bætti við tveimur næstu á miðvikudag og fimmtudag og búist við að félagið muni fljótlega ferja þangað fimmtu MAX 8-þotuna. 

Samkvæmt frétt í héraðsmiðlinum Lleida.com áformar portúgalska flugfélagið TAP einnig að nýta Alguaire-Lleida flugvöllinn sem geymslustað fyrir Boeing 737 MAX-þotur. 

Fyrsta flugtak MAX-þotu Icelandair frá því í mars má sjá á Vísi í heild sinni:


Tengdar fréttir

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni

Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.