Erlent

Stjórnarandstaðan í Sviss sækir í sig veðrið

Andri Eysteinsson skrifar
Kosið er í Sviss í dag.
Kosið er í Sviss í dag. Getty/Bloomberg
Útlit er fyrir það að grænu stjórnmálaflokkarnir á Svissneska þinginu, Græni flokkurinn (GPS) og Frjálslyndi græni flokkurinn (GLP) hafi bætt við sig mestu fylgi í svissneski þingkosningum sem fram fóru í dag. AP greinir frá.

Útlit er fyrir að svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) haldi stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þrátt fyrir að fylgi hans hafi dalað frá síðustu kosningum.

Kosið var í öllum 26 kantónum Sviss en 200 sæti eru í neðri deild svissneska þingsins. Flest þingsæti (35) eru í fjölmennustu kantónunni Zürich en fæst (2) í þeirri fámennustu Jura.

Grænu flokkarnir tveir, sem setið hafa í stjórnarandstöðu undanfarin kjörtímabil virðast samkvæmt útgönguspám hafa aukið við fylgi sitt frá síðustu kosningum árið 2015. Talið er að GPS hljóti 12,7% fylgi en GLP 7,6% flokkarnir voru með 7,1% og 4,6% fylgi árið 2015.

Stærsti flokkurinn, stjórnarflokkurinn SVP, missir fylgi frá árinu 2015 þegar flokkurinn hlaut 29,4% greiddra atkvæða en nú mælist hann með 26,3%. Aðrir flokkar sem starfað hafa í ríkisstjórn með SVP á undanförnum árum, Jafnaðarmannaflokkurinn, Frjálslyndir og kristilegir demókratar missa allir einnig fylgi.

Enn er óljóst hvort meirihlutinn á svissneska þinginu muni halda velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×