Erlent

Stjórnarandstaðan í Sviss sækir í sig veðrið

Andri Eysteinsson skrifar
Kosið er í Sviss í dag.
Kosið er í Sviss í dag. Getty/Bloomberg

Útlit er fyrir það að grænu stjórnmálaflokkarnir á Svissneska þinginu, Græni flokkurinn (GPS) og Frjálslyndi græni flokkurinn (GLP) hafi bætt við sig mestu fylgi í svissneski þingkosningum sem fram fóru í dag. AP greinir frá.

Útlit er fyrir að svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) haldi stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þrátt fyrir að fylgi hans hafi dalað frá síðustu kosningum.

Kosið var í öllum 26 kantónum Sviss en 200 sæti eru í neðri deild svissneska þingsins. Flest þingsæti (35) eru í fjölmennustu kantónunni Zürich en fæst (2) í þeirri fámennustu Jura.

Grænu flokkarnir tveir, sem setið hafa í stjórnarandstöðu undanfarin kjörtímabil virðast samkvæmt útgönguspám hafa aukið við fylgi sitt frá síðustu kosningum árið 2015. Talið er að GPS hljóti 12,7% fylgi en GLP 7,6% flokkarnir voru með 7,1% og 4,6% fylgi árið 2015.

Stærsti flokkurinn, stjórnarflokkurinn SVP, missir fylgi frá árinu 2015 þegar flokkurinn hlaut 29,4% greiddra atkvæða en nú mælist hann með 26,3%. Aðrir flokkar sem starfað hafa í ríkisstjórn með SVP á undanförnum árum, Jafnaðarmannaflokkurinn, Frjálslyndir og kristilegir demókratar missa allir einnig fylgi.

Enn er óljóst hvort meirihlutinn á svissneska þinginu muni halda velli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.