Innlent

„Eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls urðu 14 umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.
Alls urðu 14 umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Vísir/vilhelm

Ökumanni bifreiðar á Laugarvatnsvegi fataðist aksturinn þegar „eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“ þann 17. október síðastliðinn, að því er lögregla á Suðurlandi hefur eftir ökumanninum í tilkynningu.

Bíllinn valt og stöðvaðist mikið skemmdur úti í skurði. Ökumaðurinn kom sér sjálfur út úr bílnum og fékk aðstoð við að komast á sjúkrahús á Selfossi. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um óhappið eða hið dularfulla fyrirbæri sem hljóp í veg fyrir bílinn í tilkynningu lögreglu.

Slökktu eldinn með kókflösku

Umrætt slys er eitt af fjórtán sem tilkynnt voru til lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Að morgni 19. október valt bifreið á Þrengslavegi. Ökumaður var einn í bílnum og metinn ómeiddur af sjúkraflutningamönnum.

Smávægilegur eldur kom upp í bifreiðinni og segir í bókun að hann hafi verið slökktur með „kókflösku“.
 

Nef- og höfuðkúpubrotinn hjólreiðamaður

Þá hafnaði bifreið utan vegar á Meðallandsvegi í gær, 20. október, og valt heila veltu. Ökumaður og farþegi sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að eigin sögn.

Hjólreiðamaður missti stjórn á reiðhjóli sínu á Hvolsvelli þann 14. október. Maðurinn var hjálmlaus og er talinn nef- og höfuðkúpubrotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.