Innlent

„Eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls urðu 14 umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.
Alls urðu 14 umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Vísir/vilhelm
Ökumanni bifreiðar á Laugarvatnsvegi fataðist aksturinn þegar „eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“ þann 17. október síðastliðinn, að því er lögregla á Suðurlandi hefur eftir ökumanninum í tilkynningu.

Bíllinn valt og stöðvaðist mikið skemmdur úti í skurði. Ökumaðurinn kom sér sjálfur út úr bílnum og fékk aðstoð við að komast á sjúkrahús á Selfossi. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um óhappið eða hið dularfulla fyrirbæri sem hljóp í veg fyrir bílinn í tilkynningu lögreglu.

Slökktu eldinn með kókflösku

Umrætt slys er eitt af fjórtán sem tilkynnt voru til lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Að morgni 19. október valt bifreið á Þrengslavegi. Ökumaður var einn í bílnum og metinn ómeiddur af sjúkraflutningamönnum.

Smávægilegur eldur kom upp í bifreiðinni og segir í bókun að hann hafi verið slökktur með „kókflösku“.

 

Nef- og höfuðkúpubrotinn hjólreiðamaður

Þá hafnaði bifreið utan vegar á Meðallandsvegi í gær, 20. október, og valt heila veltu. Ökumaður og farþegi sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að eigin sögn.

Hjólreiðamaður missti stjórn á reiðhjóli sínu á Hvolsvelli þann 14. október. Maðurinn var hjálmlaus og er talinn nef- og höfuðkúpubrotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×