Innlent

50 milljónir í fegrunaraðgerðir í Mjóddinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svæðið verður hellulagt og m.a. komið fyrir gróðurbeðum og leiksvæðum.
Svæðið verður hellulagt og m.a. komið fyrir gróðurbeðum og leiksvæðum. Mynd/Reykjavíkurborg

Til stendur að fegra og endurgera torg og útisvæði í Mjóddinni í Reykjavík. Ráðist verður í fyrsta áfanga aðgerðanna á næstu mánuðum en áætlaður kostnaður við hann verður 50 milljónir króna.

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd á fundi sínum í liðinni viku.

Um er að ræða torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10. Unnið verður áfram að undirbúningi og hönnun vegna síðari áfanga en verkið verður unnið í þremur áföngum.

Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leiksvæðum, bekkjum og lýsingu. Á sínum tíma var öspum plantað á þessum svæðum og hafa ræturnar farið illa með hellulagnir. Verður nýjum gróðri komið fyrir í stað þess sem verður tekinn.

Torgið er fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10. Mynd/Reykjavíkurborg


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.