Erlent

Netanyahu gefur frá sér stjórnar­myndunar­um­boð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt Reuven Rivlin, forseta landsins, að honum hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn og gefur hann frá sér stjórnarnmyndunarumboð. Fréttastofa AFP sagði frá þessu á Twitter.


Netanyahu hefur gengt embætti forsætisráðherra frá árinu 2009 og er hann formaður Likud flokksins.

Þingkosningar landsins fóru fram 17. september síðastliðinn en hvorki Likud flokkurinn né vinstri blokkin, Bláhvíta bandalagið, hlutu meirihluta.


Tengdar fréttir

Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám

Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.