Erlent

Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám

Andri Eysteinsson skrifar
Benny Gantz mætti á kjörstað í Rosh Haayin í dag.
Benny Gantz mætti á kjörstað í Rosh Haayin í dag. Getty/Amir Levy

Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz.

Ísraelar gengu að kjörborðinu í dag í annað sinn á aðeins fimm mánuðum en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra boðaði til kosninga eftir að honum mistókst að mynda starfhæfa samsteypustjórn eftir kosningarnar í apríl.

Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Spá ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12 gerir ráð fyrir því að flokkur Netanjahú hljóti 33 þingsæti á móti 34 sætum Blárra og hvítra flokksmanna Gantz.

Aðrir fjölmiðlar ytra segja að Líkúd flokkurinn hljóti á bilinu 31-33 þingsæti en flokkur Gantz fái 32 til 34 þingmenn kjörna. Flokkarnir tveir skiptu 70 þingmönnum jafnt með sér í síðustu kosningum í apríl.

Útlit er því fyrir langar og krefjandi stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael verði niðurstöðurnar í takt við útgönguspár.


Tengdar fréttir

Þröng staða fyrir Netanjahú

Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.