Fótbolti

Thiago Motta kominn með sitt fyrsta stjórastarf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Motta varð fimm sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain.
Motta varð fimm sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain. vísir/getty

Thiago Motta er nýr knattspyrnustjóri Genoa. Hann þekkir ágætlega til hjá félaginu en hann lék með því tímabilið 2008-09.

Motta tekur við Genoa af Aurelio Andreazzoli sem var rekinn í dag. Kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnarmönnum Genoa var 5-1 tap fyrir Parma á sunnudaginn.

Genoa er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir átta leiki.

Motta lagði skóna á hilluna í fyrra og tók við U-19 ára liði Paris Saint-Germain.

Motta átti afar farsælan feril sem leikmaður og vann meistaratitilinn á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Motta vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2006 og Inter fjórum árum síðar. Síðustu sex ár ferilsins lék hann með PSG þar sem hann var fimm sinnum franskur meistari.

Motta fæddist í Brasilíu og lék tvo leiki fyrir brasilíska landsliðið. Hann fékk svo ítalskt ríkisfang og lék 30 landsleiki fyrir Ítalíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.