Flokkur Trudeaus með flest sæti en næstflest atkvæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2019 18:45 Skipting þingsæta eftir kosningar gærdagsins. Vísir/Grafík Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“ Kanada Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“
Kanada Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira