Erlent

Flokkur Trudeaus með flest sæti en næstflest atkvæði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Skipting þingsæta eftir kosningar gærdagsins.
Skipting þingsæta eftir kosningar gærdagsins. Vísir/Grafík
Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns.„Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.

Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti.Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið.Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt:„Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.