Hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:00 Sam Kerr. Getty/Johannes Simon Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi. Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi.
Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira