Hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:00 Sam Kerr. Getty/Johannes Simon Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi. Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi.
Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira