Hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:00 Sam Kerr. Getty/Johannes Simon Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi. Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr er ein sú besta í heimi en fyrirliði ástralska landsliðsins hefur raðað inn mörkum í tveimur deildum undanfarin. Sam Kerr endaði meðal annars meistaradrauma Dagnýjar Brynjarsdóttur og félaga í Portland Thorns þegar Kerr skoraði sigurmarkið í undanúrslitaleiknum um bandaríska titilinn. Sam Kerr kom Chicago Red Stars í úrslitaleikinn sem verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. Flestir leikmenn láta sér nægja að spila með einu liði í einu en það hefur verið lítið um frí hjá Sam Kerr undanfarin ár. Sam Kerr hefur nefnilega spilað heima í Ástralíu frá október til apríl og svo í bandarísku deildinni frá apríl til september. Auk þess að spila með Chicago Red Stars í Bandaríkjunum þá spilar hún einnig með Perth Glory í áströlsku deildinni.Matildas captain Sam Kerr again in hunt for women's Ballon d'Or https://t.co/IWlcJrnc6V — Guardian Australia (@GuardianAus) October 22, 2019 Sam Kerr er nú 26 ára gömul og þeir sem þekkja til eru á því að nú vilji hún fá að reyna fyrir sér í evrópska fótboltanum. Það ætti að vera mikill áhugi í Evrópu að semja við þennan frábæra leikmann sem hefur orðið markahæst í tveimur deildum tvö ár í röð. Sam Kerr skoraði 18 mörk fyrir Chicago Red Stars í deildarkeppninni í ár eða sex mörkum fleira en næsta kona á lista. Hún er orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar með 70 mörk eftir að hafa orðið markadrottning þrjú tímabil í röð. Sam Kerr er einnig sú markahæsta í sögu áströlsku deildarinnar með 69 mörk. Þar hefur hún tekið gullskóinn á tveimur leiktíðum í röð en á 2018-19 tímabilinu var hún með 17 mörk í aðeins 13 leikjum auk þess að enda í þriðja sæti í stoðsendingum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að félög séu tilbúin að bjóða henni góða samning til að freista þess að fá hana til síns.Sam Kerr doing Sam Kerr things @samkerr1 | #MondayMotivationpic.twitter.com/Vi16YB5DKl — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 21, 2019 Kerr á að hafa fengið tilboð frá bæði Barcelona og Chelsea upp á 200 til 300 þúsund ástralska dollara eða frá 17 til 25 milljónum íslenskra króna. Franska liðið Paris Saint Germain er einnig áhugasamt og gæti boðið henni vænan samning. Ástralska sambandið er líka að reyna að halda henni í heimalandinu þar sem hún er andlit deildarinnar. Það er því kapphlaup í gangi.
Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira