Varamenn Chelsea afgreiddu Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michy Batshuayi fagnar markinu.
Michy Batshuayi fagnar markinu. vísir/getty
Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þetta var fyrsta tap Ajax á leiktíðinni í öllum keppnum.Ajax virtist vera komast yfir á 35. mínútu er Quincy Promes kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf en VARsjáin dæmdi markið af vegna rangstöðu.Michy Batshuayi skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Christian Pulisic en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn í síðari hálfleiknum. Lokatölur 1-0.Ajax og Chelsea eru því bæði með sex stig eftir leikina þrjá sem búnr eru en Valencia og Lille eru í þriðja og fjórða sætinu. Þau mætast nú.Í hinum leiknum sem lokið er unnu Þjóðverjarnir í Leipzig 2-1 sigur á Zenit frá Pétursborg.Zenit komst yfir með marki frá Yaroslav Rakitskiy en mörk frá Konrad Laimer og Marcel Sabilzer í síðari hálfleik tryggðu Leipzig 2-1 sigur.Leipzig er með sex stig á toppi riðilsins en Zenit er með fjögur stig. 

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.