Varamenn Chelsea afgreiddu Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michy Batshuayi fagnar markinu.
Michy Batshuayi fagnar markinu. vísir/getty
Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þetta var fyrsta tap Ajax á leiktíðinni í öllum keppnum.

Ajax virtist vera komast yfir á 35. mínútu er Quincy Promes kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf en VARsjáin dæmdi markið af vegna rangstöðu.







Michy Batshuayi skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Christian Pulisic en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn í síðari hálfleiknum. Lokatölur 1-0.

Ajax og Chelsea eru því bæði með sex stig eftir leikina þrjá sem búnr eru en Valencia og Lille eru í þriðja og fjórða sætinu. Þau mætast nú.







Í hinum leiknum sem lokið er unnu Þjóðverjarnir í Leipzig 2-1 sigur á Zenit frá Pétursborg.

Zenit komst yfir með marki frá Yaroslav Rakitskiy en mörk frá Konrad Laimer og Marcel Sabilzer í síðari hálfleik tryggðu Leipzig 2-1 sigur.

Leipzig er með sex stig á toppi riðilsins en Zenit er með fjögur stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira