Fótbolti

Emil orðaður við Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur leikið 71 landsleik.
Emil hefur leikið 71 landsleik. vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson gæti samið við ítalska stórliðið Roma samkvæmt Corriere dello Sport.Emil hefur verið án félags síðan samningur hans við Udinese rann út í sumar.Meiðsladraugurinn hefur ásótt Rómverja en fjórir miðjumenn liðsins eru á sjúkralistanum. Því horfa forráðamenn félagsins til Emils sem hefur leikið bróðurpart ferilsins á Ítalíu.Þótt félagaskiptaglugginn í Evrópu verði ekki opnaður aftur fyrr en í janúar getur Emil samið við Roma þar sem hann er án félags.Auk Udinese hefur Emil leikið með Reggina, Verona og Frosinone á Ítalíu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.