Fótbolti

Emil orðaður við Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur leikið 71 landsleik.
Emil hefur leikið 71 landsleik. vísir/vilhelm

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson gæti samið við ítalska stórliðið Roma samkvæmt Corriere dello Sport.


Emil hefur verið án félags síðan samningur hans við Udinese rann út í sumar.

Meiðsladraugurinn hefur ásótt Rómverja en fjórir miðjumenn liðsins eru á sjúkralistanum. Því horfa forráðamenn félagsins til Emils sem hefur leikið bróðurpart ferilsins á Ítalíu.

Þótt félagaskiptaglugginn í Evrópu verði ekki opnaður aftur fyrr en í janúar getur Emil samið við Roma þar sem hann er án félags.

Auk Udinese hefur Emil leikið með Reggina, Verona og Frosinone á Ítalíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.