Erlent

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í vikunni en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess.
Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í vikunni en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. Vísir/Getty
Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í ávarpi úr Hvíta húsinu í kvöld. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Rússar og Tyrkir gerði samkomulag sín á milli um að rússneskt og sýrlenskt herlið yrði sent að landamærum Sýrlands og Tyrklands til þess að tryggja vopnahlé á svæðinu.Tyrkir gerðu innrás inn í Sýrland, sem einkum beindist að Kúrdum, eftir að Trump ákvað að draga bandarískt herlið út úr norðurhluta Sýrlands þar sem það hafði barist við hlið Kúrda gegn ISIS.Viðskiptaþvinganirnar voru í gildi fyrir þrjú ráðuneyti Tyrklands og nokkra háttsetta embættismenn innan stjórnkerfisins. Eignir staðsettar í Bandaríkjunum voru frystar og þeim meinað að eiga í viðskiptum innan bandaríska fjármálakerfisins.Trump sagði einnig að viðskiptaþvinganirnar verði settar aftur á geri Tyrkir eitthvað sem Bandaríkjastjórn mislíki.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.

Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi

Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.