Erlent

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í vikunni en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess.
Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í vikunni en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. Vísir/Getty

Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í ávarpi úr Hvíta húsinu í kvöld. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Rússar og Tyrkir gerði samkomulag sín á milli um að rússneskt og sýrlenskt herlið yrði sent að landamærum Sýrlands og Tyrklands til þess að tryggja vopnahlé á svæðinu.

Tyrkir gerðu innrás inn í Sýrland, sem einkum beindist að Kúrdum, eftir að Trump ákvað að draga bandarískt herlið út úr norðurhluta Sýrlands þar sem það hafði barist við hlið Kúrda gegn ISIS.

Viðskiptaþvinganirnar voru í gildi fyrir þrjú ráðuneyti Tyrklands og nokkra háttsetta embættismenn innan stjórnkerfisins. Eignir staðsettar í Bandaríkjunum voru frystar og þeim meinað að eiga í viðskiptum innan bandaríska fjármálakerfisins.

Trump sagði einnig að viðskiptaþvinganirnar verði settar aftur á geri Tyrkir eitthvað sem Bandaríkjastjórn mislíki.


Tengdar fréttir

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.

Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi

Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.