Fótbolti

Manchester United vann fyrsta útileikinn í 232 daga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær gat leyft sér að fagna í gær.
Ole Gunnar Solskjær gat leyft sér að fagna í gær. Vísir/Getty
Manchester United vann í gær 1-0 sigur á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni. Var það fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan liðið lagði Paris Saint-Germain eftirminnilega 3-1 í Meistaradeild Evrópu 232 dögum áður. 

Anthony Martial skoraði eina mark gærdagsins með marki úr vítaspyrnu en 232 dögum áður var það Marcus Rashford sem skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma til að tryggja Manchester United 3-1 sigur og sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðan þá hefur liðið leikið 11 marga leiki á útivelli án þess að landa sigri. 

Útileikir og úrslit síðan gegn PSG

Arsenal 2-0 tap (Deild) þann 10. mars 

Wolves 2-0 tap (Bikar) þann 16. mars

Wolves 2-1 tap (Deild) þann 2. apríl 

Barcelona 3-0 tap (Meistaradeild) þann 16. apríl 

Everton 4-0 tap (Deild) þann 21. apríl 

Huddersfield Town 1-1 jafntefli (Deild) þann 5. maí 

Wolves 1-1 jafntefli (Deild) þann 19. ágúst 

Southampton 1-1 jafntefli (Deild) þann 31. ágúst 

West Ham United 2-0 tap (Deild) þann 22. september

AZ Alkmaar 0-0 jafntefli (Evrópudeild) þann 3. október

Newcastle United 1-0 tap (Deild) þann 6. október


Tengdar fréttir

Solskjær ánægður með frammistöðu Williams

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×