Fótbolti

Solskjær ánægður með frammistöðu Williams

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Williams og Ole Gunnar Solskjær í leik kvöldsins.
Williams og Ole Gunnar Solskjær í leik kvöldsins.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Williams var að byrja sinn annan leik fyrir aðallið Man United en hann byrjaði gegn AZ Alkmaar fyrr í októbermánuði. Þá kom hann inn á undir lok leiks í 1-1 jafnteflinu gegn Liverpool á dögunum.

Williams fiskaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Anthony Martial skoraði úr, reyndist það eina mark leiksins. Var þetta fyrsti sigur Man United á útivelli síðan liðið lagði Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í apríl síðastliðnum. 

James Garner, annar unglingur úr uppeldisstarfi Manchester liðsins byrjaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í kvöld og hrósaði Solskjær þeim báðum í leikslok.

„Þeir áttu báðir góðan leik. Garner varð betri eft­ir því sem leið á leik­inn en Williams var maður leiks­ins að mínu mati.  Han er ótta­laus og hug­rakk­ur sem ljón. Hann vann leik­inn fyr­ir okk­ur,“ sagði Solskjær að lokum og verður áhugavert að sjá hvort Williams byrji leik í ensku úrvalsdeildinni bráðum en stuðningsmenn félagsins eru orðnir langþreyttir á að sjá Ashley Young í byrjunarliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×