Erlent

Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson vill kosningar þann 12. desember.
Boris Johnson vill kosningar þann 12. desember. AP
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. Flest Evrópuríkin eru sögð höll undir þriggja mánaða frest á útgöngunni, með möguleika á að hætta fyrr ef samningur næst.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti er hins vegar sagður vilja hafa frestinn styttri, nú þegar ljóst er að Bretar fara ekki út þann 31. október.

Boris Johnson forsætisráðherra ætlar að láta greiða atkvæði um kosningar í Bretlandi á mánudaginn kemur, ef fresturinn sem Evrópusambandið býður verður þrír mánuðir. Hefur Johnson lagt til að þingkosningar fari fram 12. desember.

Alls óljóst er þó hvort Johnson nái vilja sínum í gegn, því aukinn meirihluta þingmanna þarf að samþykkja slíkt.


Tengdar fréttir

Johnson vill kosningar í desember

Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×