Enski boltinn

Paul Scholes vill fá Özil á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, var ekki hrifinn af leik Manchester United gegn Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gær.

Scholes sagði að sóknarleikur liðsins hafi verið slæmur og talið barst svo að stöðu Mesut Özil sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal.

Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal í Evrópudeildinni í gær en Scholes stakk upp á því að erkifjendurnir í United myndu sækja Özil í janúar.

„Ég get ekki skilið þessa stöðu,“ sagði Scholes um stöðu Þjóðverjans hjá Arsenal. Fyrrum miðjumaðurinn vill fá Özil á Old Trafford:

„Ég held að hann sé leikmaður sem getur tengt liðið saman. Hann er með mikil gæði og hann gæti verið svarið til styttri tíma.“

„Ég sé þetta ekki gerast en ég held að hann sé leikmaður sem Manchester United gæti notað núna.“





Scholes bætti við að hann hafi ekki verið hrifinn af leik liðsins gegn Partizan í gær og segir að leikmenn liðsins hafi litið út eins og þeir hafi aldrei spilað með hvorum öðrum áður.

„Það var engin tenging á milli miðjumanna og framherja. Vigtin í sendingunum var svo léleg,“ sagði hinn grjótharði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×