Íslenski boltinn

Dóra María framlengir við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dóra María hefur unnið tólf stóra titla með Val.
Dóra María hefur unnið tólf stóra titla með Val. vísir/bára

Dóra María Lárusdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals.

Dóra María, sem er 34 ára, er leikjahæsta Valskonan frá upphafi. Hún hefur leikið 293 leiki fyrir Val og skorað 116 mörk.

Valur varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í sjö ár. Dóra María lék alla 18 leiki Valskvenna í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark.

Dóra María hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og fimm sinnum bikarmeistari.

Hún hefur leikið með allan sinn feril með Val fyrir utan eitt tímabil sem hún var í herbúðum Djurgården í Svíþjóð. Þá lék Dóra María til skamms tíma með Vitória í Brasilíu.

Dóra María hefur leikið 114 landsleiki og skorað 18 mörk. Hún fór með íslenska liðinu á EM 2009 og 2013 en missti af EM 2017 vegna meiðsla.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.