Enski boltinn

„Ef þeir geta ekki tekið gagnrýni þá ættu þeir að fara að raða hillum í Asda“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Darrell Clarke er ekki að fara knúsa leikmennina sína.
Darrell Clarke er ekki að fara knúsa leikmennina sína. vísir/getty
Darrell Clarke er ekki þekktasti þjálfarinn í fótboltanum en hann er þjálfari Walsall í ensku D-deildinni.

Ekki hefur gengið né rekið hjá Walsall í deildinni það sem af er leiktíðinni. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og er í 19. sæti deildarinnar.

„Leikmennirnir eru með á því hvað við viljum gera en þeir þurfa að gera betur. Allir í þessu félagi þurfa að gera betur. Ef þeir geta ekki tekist á við það þá verða þeir að fara sínar leiðir,“ sagði Clarke.

„Ég er ekki að fara knúsa þá. Þeir vita það. Ég er ekki þjálfarinn sem gerir það. Ef þeir vilja að ég taki utan um þá og segja að allt verði í lagi, þá þarf að fá nýjan stjóra inn.“





„Leikmennirnir fara á Twitter, þeir lesa dagblöðin og gagnrýnin er þarna úti. Ef þeir geta ekki tekist á við gagnrýni hjá þjálfaranum, ef þeir lenda í vandræðum með gagnrýnina ættu þeir ekki að vera fótboltamenn.“

„Þá ættu þeir að fara og raða hillum í Asda. Mjúkir leikmenn koma þér ekki upp um deild,“ sagði grjótharður Darrell sem kallar ekki allt ömmu sína en Asda er kjörbúð í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×