Fótbolti

Mikael skoraði sex mínútum eftir að hann kom inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Mikael Neville Anderson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands, skoraði í 1-2 sigri Midtjylland á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Esbjerg komst yfir á 56. mínútum. Fimm mínútum síðar kom Mikael inn á sem varamaður.

Hann var ekki lengi að láta að sér kveða og jafnaði á 67. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, sigurmark Midtjylland. Liðið er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem vann 1-0 sigur á Aue í þýsku B-deildinni. Darmstadt er í 7. sæti deildarinnar með 14 stig.

Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 64 mínúturnar þegar Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Ural í rússnesku úrvalsdeildinni. Viðar og félagar eru í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×