Enski boltinn

Amazon gerir heimildarmynd um Tottenham og Pochettino hefur áhyggjur

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Burtu með þessar myndavélar.“
„Burtu með þessar myndavélar.“ vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að myndavélarnar sem fylgja leikmönnum og þjálfarateymi Tottenham alla daga séu ekki að hjálpa liðinu.

Verið er að gera heimildarþætti um Tottenham þessa daga og vikurnar en áður hafa verið gerðir þættir til að mynda um Manchester City.

Tottenham hefur verið í bullandi vandræðum; bæði í deild og Meistaradeild en Pochettino segir að þetta sé ekki að hjálpa.

„Auðvitað höfðum við áhyggjur þegar félagið skrifaði undir samning við Amazon því þetta er ekki auðvelt. Það er erfitt að það sé alltaf myndavél á skrifstofunni þinni,“ sagði Argentínumaðurinn.

„Síðan þarftu að höndla ástandið og hafa það í þér í að segja: Ég er ekki í nægilega góðu skapi. Samt verður myndavélin þarna áfram.“







„Þetta er flókið. Þetta er annar hlutur sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Ef við vorum uppteknir áður, þá erum við ofur uppteknir núna. Að skipuleggja alla daga, alltaf, er ekki auðvelt starf.“

„Mér líður eins og ég sé ekki stjórinn. Ég er líka þjálfari og líka framleiðandi núna,“ sagði Pochettino léttur.

Tottenham mætir Liverpool á sunnudaginn í stórleik helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×