Innlent

Klippt og skorin snjóhula á fyrsta degi vetrar

Kjartan Kjartansson skrifar
Léttskýjað var á landinu í dag sem skartaði sínu fegursta fyrir gervitunglið Terra.
Léttskýjað var á landinu í dag sem skartaði sínu fegursta fyrir gervitunglið Terra. Modis/Terra
Skörp skil eru á milli snjóhulu og auðrar jarðar á gervihnattarmynd sem tekin var á fyrsta degi vetrar í dag. Aðeins suðvestanvert landið er laust við snjó en aðrir landshlutar skjannahvítir, sérstaklega á Norðurlandi þar sem snjódýpt er sums staðar 20-30 sentímetrar.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, birti mynd sem Terra-gervitunglið tók af landinu í bjartviðri klukkan 13:05 í dag á Facebook-síðu veðurvefsins Bliku. Snjólaust er á suðvesturhorninu og vestanverðu Suðurlandi en alhvít jörð á landinu norðan- og austanverðu.

Veðurstofan býst við 3-8 metrum á sekúndu vestanlands á morgun en 8-13 m/s við norðausturströndina. Skýjað á að vera með köflum vestantil en léttskýjað í öðrum landslutum. Frost verður víða þrjú til átta stig en núll til fjórar gráður að deginum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.