Innlent

Klippt og skorin snjóhula á fyrsta degi vetrar

Kjartan Kjartansson skrifar
Léttskýjað var á landinu í dag sem skartaði sínu fegursta fyrir gervitunglið Terra.
Léttskýjað var á landinu í dag sem skartaði sínu fegursta fyrir gervitunglið Terra. Modis/Terra

Skörp skil eru á milli snjóhulu og auðrar jarðar á gervihnattarmynd sem tekin var á fyrsta degi vetrar í dag. Aðeins suðvestanvert landið er laust við snjó en aðrir landshlutar skjannahvítir, sérstaklega á Norðurlandi þar sem snjódýpt er sums staðar 20-30 sentímetrar.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, birti mynd sem Terra-gervitunglið tók af landinu í bjartviðri klukkan 13:05 í dag á Facebook-síðu veðurvefsins Bliku. Snjólaust er á suðvesturhorninu og vestanverðu Suðurlandi en alhvít jörð á landinu norðan- og austanverðu.
Veðurstofan býst við 3-8 metrum á sekúndu vestanlands á morgun en 8-13 m/s við norðausturströndina. Skýjað á að vera með köflum vestantil en léttskýjað í öðrum landslutum. Frost verður víða þrjú til átta stig en núll til fjórar gráður að deginum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.