Enski boltinn

BBC bað les­endur um að velja sam­eigin­legt lið Liver­pool og Totten­ham og þetta varð út­koman

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sameiginlegt lið Klopp og Pochettino leit svona út.
Sameiginlegt lið Klopp og Pochettino leit svona út. vísir/getty
Stórleikur umferðarinnar í enska boltanum er leikur Liverpool og Tottenham en flautað verður til leiks á Anfield í dag klukkan 16.30.

Að því tilefni bað BBC lesendur sína um að velja sameiginlegt lið Liverpool og Tottenham. Þeir voru ekki lengi að taka við sér og þúsundir manna skiluðu inn sínu vali.

Vinsælastur í liðinu var Virgil van Dijk en 96% af þeim sem skiluðu inn ellefu manna liði. Við hlið hans í vörninni var Toby Alderweireld sem var 1,2% framar en Joel Matip.

Bakverðirnir voru þeir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson en þeir voru langt á undan næstu mönnum í bakvarðarstöðunum.







Á miðjunni eru þeir Christian Eriksen, Fabinho og Georginio Wijnaldum en Fabinho var með 65% val, Eriksen 52% og Wijnaldum 38%.

Mohamed Salah og Sadio Mane eru í fremstu víglínunni ásamt Harry Kane. Salah hlaut 83% kosningu, Mane 92% en Kane var hæst valdi Tottenham leikmaðurinn með 61%.

Sjö leikmenn Liverpool voru með betri kosningu en Kane og hvort að þetta verði munurinn í leik liðanna í dag verður fróðlegt að sjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×