Enski boltinn

Man Utd fyrstir í tvö þúsund mörk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Scott McTominay
Scott McTominay vísir/getty
Mark skoska miðjumannsins Scott McTominay sem kom Man Utd á bragðið gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag var 2000. mark Manchester United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Man Utd er það lið sem hefur skorað flest mörk í enska boltanum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Mark Hughes gerði fyrsta mark Man Utd í úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo skoraði mark númer 1000 í október 2005.

Mörkin eru því orðin alls 2002 því Man Utd vann leikinn 1-3.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×