Fótbolti

Stam hættur hjá Feyenoord

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jaap Stam
Jaap Stam vísr/getty
Þjálfaraferill Jaap Stam hjá Feyenoord varð ekki glæstur, en hann hætti störfum eftir aðeins tæplega fimm mánaða starf.

Feyenoord tapaði illa fyrir Ajax um helgina 4-0. Liðið hefur átt erfitt á tímabilinu, er aðeins í 12. sæti deildarinnar, 15 stigum á eftir toppliði Ajax.

Feyenoord hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af þeim 11 sem liðið hefur spilað.

Stam, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á sínum tíma, tók við liðinu af Giovanni van Bronckhorst í sumar.

„Eftir að hafa hugsað málið vel og lengi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er best fyrir félagið, leikmennina og mig sjálfan ef ég stíg til hliðar,“ sagði Stam í tilkynningu.

Stam hefur áður stýrt liði PEC Zwolle í hollensku deildinni og Reading í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×