Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur friðar­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Það er formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sem tilkynnir um verðlaunahafa.
Það er formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sem tilkynnir um verðlaunahafa. vísir/getty
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu.

219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd í ár.

Meðal þeirra sem talin eru líkleg til að hreppa hnossið í ár eru sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir starf sitt í tengslum við flóttamannastraum í heiminum, leiðtogar Eþíópíu og Erítreu fyrir að binda enda á margra ára deilum ríkjanna og Fréttamenn án landamæra. Þá hefur Norðurskautsráðið einnig verið nefnt til sögunnar.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×