Fótbolti

Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin

Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar
Giroud skorar sigurmark Frakka úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld
Giroud skorar sigurmark Frakka úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld Vísir/getty

Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum.

„Í fyrri hálfleik lentum við í vandræðum með að spila á milli línanna hjá þeim. Í seinni hálfleik lékum við beinskeyttari sóknarleik með löngum boltum og reyndum að skalla boltann áfram,“ sagði Giorud í samtali við blaðamann Vísis að leik loknum.

Hann sagði erfitt að spila gegn íslenska liðinu og þá sérstaklega á heimavelli þar sem Ísland hefur oft náð í góð úrslit undanfarin ár.

„Við vissum að þetta yrði erfitt að spila gegn þeim því þeir eru mjög þéttir og verjast mjög vel. Liðið tapaði ekki í sex ár hér á heimavelli og það er mjög vel gert.“

Þegar leið á leikinn opnaðist íslenska vörnin aðeins oftar þegar liðið fór að sækja framar á völlinn.

„Við hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin,“ sagði Frakkinn geðþekki að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.