Enski boltinn

Leikmaður Liverpool dæmdur í bann fyrir að gera grín að Kane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harvey Elliott kom til Liverpool frá Fulham í sumar
Harvey Elliott kom til Liverpool frá Fulham í sumar vísir/getty

Harvey Elliott, ungur framherji Liverpool, hefur verið dæmdur í 14 daga bann frá fótbolta fyrir að gera grín að Harry Kane.

Elliott, sem er aðeins sextán ára, gerði grín að Kane á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu stóð yfir í vor.

Í myndbandinu má heyra Elliott gera grín að talsmáta Kane, en hann er smámæltur.

Myndbandið dreifðist eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í lok júlí. Elliott baðst opinberlega afsökunar í kjölfarið.

Enska knattspyrnusambandið tók málið fyrir og á föstudag dæmdi það Elliott brotlegan á reglu E3, þar sem sumt af því sem hann sagði var niðrandi í garð fatlaðra.

Því er hann í 14 daga banni frá fótbolta, þarf að borga 350 pund í sekt og þarf að mæta á námskeið til þess að betra hegðun sína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.