Enski boltinn

Kiel fékk á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik og skellti Vardar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nicklas Landin skellti í lás í dag.
Nicklas Landin skellti í lás í dag. vísir/getty

Kiel vann öruggan ellefu marka sigur á Vardar í Makedóníu í kvöld en lokatölurnar urðu 30-21 sigur þeirra þýsku.

Varnarleikur og markvarsla Kiel var í háum gæðaflokki í fyrri hálfleik en Kiel fékk einungis á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þeir leiddu 16-4 í hálfleik.

Eftirleikurinn var þar af leiðandi mjög auðveldur en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel. Markahæstur var Hendrik Pekeler með átta mörk.

Kiel er á toppi riðilsins með sjö stig en Vardar er í öðru sætinu með sex stig. Þeir höfðu unnið fyrstu þrjá leikina í riðlinum.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu sex marka sigur á Tatran Presov, 28-23, í C-riðli Meistaradeildarinnar.

Savehof er á toppi C-riðilsins með átta stig í fyrstu fjórum leikjunum en Presov er á botni riðilsis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.