Fótbolti

„Ef þjálfarinn segir mér að fara þá fer ég en ég þarf að vinna Meistaradeildina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skemmtikrafturinn Arturo Vidal.
Skemmtikrafturinn Arturo Vidal. vísir/getty
Arturo Vidal, miðjumaður Barcelona, segir að hann vilji vera áfram hjá spænska liðinu og berjast um að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að vera orðaður við önnur félög.Síle-maðurinn hefur verið orðaður við bæði Juventus og Bayern Munchen en Vidal hefur ekki spilað heilan leik það sem af er leiktíðarinnar.Hann er þó ekki búinn að gefast upp á Spáni og vill vinna Meistaradeildina með Barcelona.„EF þjálfarinn eða liðið segir mér að fara þá geri ég það með glöðu geði en mér finnst ég eiga mikið eftir hérna. Ég á eftir að vinna Meistaradeildina,“ sagði Vidal við Sport.„Ég er ánægður. Ég kom hingað til þess að verða mikilvægur leikmaður liðsins eins og alls staðar á mínum ferli. Ég er ekki kominn hingað til að skipta um félag í hvert einasta skipti sem félagaskiptaglugginn opnar.“„Barcelona er lið sem þarf að vinna Meistaradeildina, vinna spænska bikarinn og verja titilinn í deildinn. Ég er viss um að það verður erfitt en við erum hungraðir,“ sagði Vidal.Hann er nú með landsliði Síle sem leikur gegn Kólumbíu og Gínea áður en hann snýr aftur til Barcelona.Spænsku meistararnir mæta Eibar í fyrsta leiknum eftir hlé en Barcelona hefur ekki byrjað verr í deildinni í 30 ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.