Fótbolti

Ramos eignaði sér leikjamet Spánverja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sergio Ramos
Sergio Ramos vísir/getty
Leikur Spánar og Noregs lyktaði með 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Osló í gær en leikurinn markaði merkileg tímamót fyrir Sergio Ramos, fyrirliða Spánverja.

Hann var þarna að leika landsleik númer 168 fyrir spænska A-landsliðið og bætti þar með leikjamet Iker Casillas.

Ramos er 33 ára gamall og vantar aðeins sautján landsleiki til viðbótar til að verða leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar en það met er nú í eigu Egyptans Ahmed Hassan sem lék 184 landsleiki fyrir Egyptaland á árunum 1995-2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.