Fótbolti

Ramos eignaði sér leikjamet Spánverja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sergio Ramos
Sergio Ramos vísir/getty
Leikur Spánar og Noregs lyktaði með 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Osló í gær en leikurinn markaði merkileg tímamót fyrir Sergio Ramos, fyrirliða Spánverja.Hann var þarna að leika landsleik númer 168 fyrir spænska A-landsliðið og bætti þar með leikjamet Iker Casillas.Ramos er 33 ára gamall og vantar aðeins sautján landsleiki til viðbótar til að verða leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar en það met er nú í eigu Egyptans Ahmed Hassan sem lék 184 landsleiki fyrir Egyptaland á árunum 1995-2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.