Enski boltinn

Van der Sar vill starfa fyrir Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Van der Sar var ansi sigursæll hjá Man Utd
Van der Sar var ansi sigursæll hjá Man Utd vísir/getty
Fyrrum markvörður Manchester United, Edwin Van der Sar, kveðst hafa mikinn áhuga á að starfa fyrir félagið sem einhvers konar yfirmaður knattspyrnumála. Sú staða er hins vegar ekki til hjá félaginu um þessar mundir, stuðningsmönnum þess til mikilla ama.Van der Sar vann fjóra Englandsmeistaratitla með Man Utd á árunum 2005-2011 auk þess að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu 2008. Hann lagði skóna á hilluna í kjölfar úrslitaleiks Man Utd og Barcelona í Meistaradeildinni 2011 en eftir að ferlinum lauk hefur hann getið af sér gott orð hjá uppeldisfélagi sínu Ajax, þar sem hann er nú stjórnarformaður.„Fyrir utan fjölskyldu og vini er tvennt sem ég elska í þessu lífi. Annars vegar Ajax, sem gaf mér tækifæri til að þroskast og skína í fótboltanum. Hins vegar, síðasti klúbburinn á ferlinum, Manchester United. Þeir veittu mér athygli á seinni hluta ferilsins og að sjálfsögðu hefði ég áhuga á að starfa þar,“ segir Hollendingurinn geðþekki.Stuðningsmenn Man Utd hafa kallað eftir breytingum á skipulagi félagsins enda hafa margar skrýtnar ákvarðanir verið teknar á undanförnum árum undir forystu Ed Woodward.Van der Sar kveðst þó ánægður hjá Ajax um þessar mundir.„Ég þarf að læra aðeins meira hér. Halda áfram að þróast í starfi en við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér. Man Utd er stórkostleg félag sem allur heimurinn þekkir. Það vilja allir spila fyrir þá og starfa fyrir þá,“ segir Van der Sar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.