Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 18:11 Fólk fagnar því að hersveitir sem studdar eru af Tyrkjum hafi náð stjórn í sýrlenska bænum Tal Abyad AP/Ismail Coskun Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55