Fótbolti

Alfreð: Hægt að finna verri lið en Frakkland til að treysta á

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í viðtalinu í dag.
Alfreð í viðtalinu í dag. vísir/skjáskot

Alfreð Finnbogason segir að leikurinn gegn Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld sé skyldusigur. Það sé ekki hrokafullt að segja að íslenska liðið ætli sér þrjú stig.

Íslenska liðið spilaði gegn heimsmeisturum Frakka og tapaði 1-0 á föstudagskvöldið en á morgun bíður það botnlið riðilsins, Andorra.

Alfreð segir að staðan hafi ekki breyst svo mikið eftir tapið gegn Frökkum á föstudag.

„Staðan er enn þannig að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Staðan hefur ekkert breyst. Við þurfum aðeins að treysta á að Frakkarnir vinni Tyrkland en það eru hægt að finna verri lið til að treysta á en Frakkland,“ sagði Alfreð við Hörð Magnússon.

Hann segir að leikmenn Andorra reyni mikið að pirra andstæðinga sína.

„Það er ekkert svo langt frá því að við spiluðum gegn þeim og fundurinn um þá í gær var svipaður og fyrir þá leiki. Þeir hafa ekkert breytt sínum leikstíl og reyna að minnka spilatímann með því að liggja í jörðinni og brjóta heimskulega.“

„Þeir reyna að drepa taktinn í leiknum svo við þurfum að vera með hausinn í lagi og láta ekkert fara í taugarnar á okkur.“

„Við verðum að vera með gott tempó í þessu og reyna koma boltanum sem oftast inn í teig því þá gerast hættulegir hlutir.“

Framherjinn öflugi segir að það sé ekki hrokafullt að segja frá því að leikurinn annað kvöld sé skyldusigur.

„Nei, alls ekki. Við ætlum okkur á EM þá verðum við að taka sex stig gegn Andorra og Moldóvíu. Það er enginn hroki á bakvið það,“ sagði Alfreð að lokum.


Klippa: Skyldusigur gegn Andorra


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.