Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund landsliðsins fyrir leikinn gegn Andorra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Strákarnir okkar fengu ekki langan tíma til að jafna sig eftir tapið fyrir Frakklandi í undankeppni EM 2020 á föstudagskvöldið. Þeir mæta Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í morgun og má hann sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Alfreð kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Frakklandi en hann hefur verið að koma sér aftur af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð í apríl síðastliðnum.

Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á öðru af efstu tveimur sætum H-riðils. Okkar menn eru nú í þriðja sæti með tólf stig, sex stigum á eftir Tyrkjum og Frökkum.

Ísland þarf helst að vinna alla síðustu þrjá leiki sína í riðlinum (Andorra á morgun, Tyrkland og Moldóva ytra í næsta mánuði) og treysta á að Frakkar vinni Tyrki. Annað sæti riðilsins verður þá Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.