Innlent

Viðurkennir hægagang við framlagningu þingmála

Sighvatur Arnmundsson og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það áhyggjuefni að þetta sé staðan, aðeins um mánuði eftir að þing var sett og þingmálaskrá lögð fram.
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það áhyggjuefni að þetta sé staðan, aðeins um mánuði eftir að þing var sett og þingmálaskrá lögð fram. Vísir/Vilhelm
Aðeins ellefu af þeim 29 málum sem ríkisstjórnin hugðist samkvæmt þingmálaskrá leggja fram í september eru fram komin á Alþingi. Þá hafa fimm af 49 málum sem boðuð voru í október verið lögð fram. Að auki hafa verið lögð fram tvö stjórnarmál sem ekki var að finna á þingmálaskrá.

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það áhyggjuefni að þetta sé staðan, aðeins um mánuði eftir að þing var sett og þingmálaskrá lögð fram.

„Það er talað um bætta áætlanagerð, aukið gagnsæi og meiri skilvirkni þingsins. Það hefst ekki með svona vinnubrögðum,“ segir Oddný. Hún veltir fyrir sér hvað sé að gerast á stjórnarheimilinu sem valdi því að málin komi ekki fram.

„Það vakna pólitískar spurningar um hvort þetta geti verið út af ósætti innan ríkisstjórnarinnar eða hvort málin stoppi í þingflokkunum. Eða hvort vinnubrögðin séu einfaldlega svona léleg.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki kunna skýringar á þessum hægagangi en þingstubburinn í haust hafi mögulega ruglað fólk í ríminu. „Við erum að fara hægar af stað en ég hefði viljað enda stefna ríkisstjórnarinnar að jafna álagið yfir þingveturinn. Það er þó að rætast úr þessu. Töluvert af málum var afgreitt úr ríkisstjórn á föstudag og von er á fleirum í vikunni,“ segir Katrín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×