Innlent

Erfðabreyttar bankarottur á leið til Íslands

Björn Þorfinnsson skrifar
Rotturnar eru hvítar brúnrottur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rotturnar eru hvítar brúnrottur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty

Fyrirtækið ArcticLAS ehf. fékk á dögunum leyfi frá Umhverfisstofnun til afmarkaðrar notkunar á erfðabreyttum rottum.

Um hvítar brúnrottur er að ræða. Heimild er til þess að flytja inn og rækta sextíu erfðabreyttar rottur á ári en dýrin eru fengin úr alþjóðlegum rottubönkum.

Ráðgert er að nýta tilraunarotturnar við rannsóknir á arfgengri heilablæðingu sem greinst hefur á Íslandi.

Rotturnar bera stökkbreytingu sem gerir það að verkum að dýrin gætu verið sjúkdómsmódel fyrir arfgenga heilablæðingu. Umrætt fyrirtæki er einnig í nánu samstarfi við Háskóla Íslands um rannsóknir á músum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.