Erlent

Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogann, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogann, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands

Uppfært 13:00
Forsetaembætti Tyrklands hefur nú gefið út að Erdogan muni funda með Pence. Þvert á það sem forsetinn sagði í morgun.


Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar ekki að hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem er á leið til Tyrklands. Erdogan segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands.

Í samtali við blaðamann Sky News sagði Erdogan að Pence myndi tala við varaforseta Tyrklands og Erdogan myndi bara tala við Trump.

Auk Pence eru þeir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi, á leið til Tyrklands. Markmið þeirra er að reyna að binda enda á átökin í norðausturhluta Sýrlands.

Erdogan sagði í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að gera vopnahlé við hryðjuverkamenn og gaf hann sömuleiðis lítið fyrir þær refsiaðgerðir sem beit hefur verið gegn Tyrkjum. Hann sagði að innrásinni yrði haldið áfram þar til sýrlenskir Kúrdar hefðu verið reknir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands.

Sjá einnig: Erdogan hafnar kröfum Banda­ríkja­manna

Innrás Tyrkja hefur reynt verulega á samband ríkisins við bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu og hafa mörg þeirra ákveðið að hætta að selja Tyrkjum vopn.


Tengdar fréttir

Hætta að selja Tyrkjum vopn

Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins.

Trump ræddi við Erdogan í síma

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar.

Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands

Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.