Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2019 15:19 Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram. Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11