Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 15:51 „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump. AP/Evan Vucci Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira