Fótbolti

Stórsigur Wolfsburg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Wolfsburg fagna marki í kvöld
Leikmenn Wolfsburg fagna marki í kvöld vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru svo gott sem komnar í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á Twente.

Zsanett Jakabfi skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Wolfsburg fjórum mörkum við og lauk leiknum með 6-0 sigri.

Sara Björk var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg en hún fór af velli eftir 75 mínútna leik.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum, sá seinni fer fram 30. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.