Fótbolti

Sanchez frá í þrjá mánuði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez
Alexis Sanchez vísir/getty

Alexis Sanchez, framherji Inter Milan, verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla. Hann gekkst undir aðgerð á vinstri ökkla.

Sanchez meiddist á hné á 88. mínútu í leik Síle og Kólumbíu á laugardaginn sem endaði með markalausu jafntefli.

Sanchez fór í skoðun hjá lækni í Barcelona á þriðjudagsmorgun og þar var staðfest að hann hafi slitið sin í ökkla og fór hann beint í aðgerð. Gekk hún eins og til var ætlast.

Miðjumaðurinn er á láni hjá Inter Milan frá Manchester United. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum og skorað eitt mark það sem af er tímabilinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.