Fótbolti

Sanchez meiddist illa á ökkla og spilar líklega ekki meira á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez í leiknum í gær.
Sanchez í leiknum í gær. vísir/getty
Alexis Sanchez verður að öllum líkindum á meiðslistanum út árið eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik með Síle.Lánsmaðurinn hjá Inter Milan frá Man. Utd var tekinn af velli á 88. mínútu er Síle gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu á Spáni í gær.Eftir leikinn var svo staðfest að Síle að meiðslin væru alvarleg en hann meiddist illa á liðböndum í ökklanum.Þetta eru mikil vonbrigði sem er nýgenginn í raðir Inter Milan á láni og vonaðist eftir því að komast í gang eftir vonbrigðin hjá Man. Utd.Hann náði einungis að skora þrjú mörk í 32 deildarleikjum með enska liðinu en ekki eru miklar líkur á því að Sanchez snúi aftur á völlinn á þessu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.