Fótbolti

Sanchez meiddist illa á ökkla og spilar líklega ekki meira á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez í leiknum í gær.
Sanchez í leiknum í gær. vísir/getty

Alexis Sanchez verður að öllum líkindum á meiðslistanum út árið eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik með Síle.

Lánsmaðurinn hjá Inter Milan frá Man. Utd var tekinn af velli á 88. mínútu er Síle gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu á Spáni í gær.

Eftir leikinn var svo staðfest að Síle að meiðslin væru alvarleg en hann meiddist illa á liðböndum í ökklanum.

Þetta eru mikil vonbrigði sem er nýgenginn í raðir Inter Milan á láni og vonaðist eftir því að komast í gang eftir vonbrigðin hjá Man. Utd.

Hann náði einungis að skora þrjú mörk í 32 deildarleikjum með enska liðinu en ekki eru miklar líkur á því að Sanchez snúi aftur á völlinn á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.