Özil opnar sig um árásina í sumar í ítarlegu viðtali Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 16:45 Özil og Kolasinac á góðri stundu. vísir/getty Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás. Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Sjá meira
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Sjá meira
Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30