Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá fjöllum við ítarlega um breytingar á samgönguáætlun sem kynntar voru í dag. Kynningin kom nokkuð flatt upp á þingheim og við ræðum það í beinni útsendingu við þingmann Viðreisnar. Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og fréttamaður okkar í London ræðir við vegfarendur um Brexit.

Einnig fylgjumst við með fyrstu sprengingu við flugvallagerð á Grænlandi og slökkviliðsmönnum sem tæmdu allan búnað úr vinnubílnum vegna Tetris-áskorunar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.