Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Þá fjöllum við ítarlega um breytingar á samgönguáætlun sem kynntar voru í dag. Kynningin kom nokkuð flatt upp á þingheim og við ræðum það í beinni útsendingu við þingmann Viðreisnar. Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og fréttamaður okkar í London ræðir við vegfarendur um Brexit.Einnig fylgjumst við með fyrstu sprengingu við flugvallagerð á Grænlandi og slökkviliðsmönnum sem tæmdu allan búnað úr vinnubílnum vegna Tetris-áskorunar.Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.