Innlent

Slökkviliðið tók þátt í Tetris-áskoruninni

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í nýjasta æðinu á Internetinu í dag, svokallaðri Tetris-áskorun. Öllum búnaði úr nýju slökkviliðsbílunum var stillt upp líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í nýjasta æðinu á Internetinu í dag, svokallaðri Tetris-áskorun. Öllum búnaði úr nýju slökkviliðsbílunum var stillt upp líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða. Stöð 2
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í nýjasta æðinu á Internetinu í dag, svokallaðri Tetris-áskorun. Öllum búnaði úr nýju slökkviliðsbílunum var stillt upp líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða.

Fjölmargar sveitir víða um heima hafa tekið þátt í Tetris-áskoruninni að undanförnu, en þá stilla menn sér upp með öllum sínum búnaði líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða. Þá hafa fleiri fylgt á eftir og nær daglega bætast nýjar myndir af gjörningnum á samfélagsmiðlum. Áskorunin hefur einnig náð hingað til lands.

„Það er búið að ganga á milli aðila smá keppni í að taka myndir ofan frá af bílunum af öllum þeim búnaði sem er á þeim,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Bílinn sem notaður var í gjörningnum í dag er einn af nýju bílum slökkviliðsins sem tekinn verður í notkun á næstunni.

„Á þessum bíl eru auk, slöngu og stúta og ýmislegs sem hefur með vatnsöflun og slökkvistarf að gera, búnaður til reyklosunar, til að losa fastklemmt fólk úr bílslysum til dæmis. Þetta er mjög viðamikill búnaður og það kemur okkur svolítið á óvart hvað þetta er mikið,“ segir Birgir.

Birgir segir að slökkviliðsmönnum hafi þótt gaman að því að taka þátt í áskoruninni.

Okkur finnst þetta svo frábært til að sýna almenningi hvað þetta er sem er á bílunum,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×