Fótbolti

Matthaus vill ekki sjá Eriksen í Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen er væntanlega á förum frá Totteham. Hvort sem það verður í janúar eða næsta sumar er óvíst.
Eriksen er væntanlega á förum frá Totteham. Hvort sem það verður í janúar eða næsta sumar er óvíst. vísir/getty
Lothar Matthaus, goðsögn hjá Bayern Munchen, segir að danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen sé ekki nægilega góður fyrir þýska stórliðið.

Eriksen hefur verið orðaður við þýsku meistaranna en samningur Danans við Tottenham rennur út næsta sumar. Tottenham er sagt vilja selja hann í janúar til þess að fá einhvern pening fyrir hann.

Matthaus er ekki hrifinn af því og vill ekki sjá hann í Bæjaralandi.

„Ef hann er ekki nógu góður fyrir Tottenham þá er hann ekki nógu góður fyrir Bayern. Uli Höeness hefur einnig sagt að Bayern þurfi ekki varamenn,“ sagði Matthaus grjótharður í samtali við Sport1.







„Eriksen er fínn teknískur leikmaður en hann er hægur og Niko Kovac vill hraða leikmenn. Fyrir mér er Eriksen ekki leikmaður sem gerir gæfumuninn á hæsta stigi.“

„Einbeitið ykkur að fá Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og svo eruði líka með Philippe Coutinho sem spilar vel sem tía,“ bætti Matthaus við.

Matthaus lék með Bayern á árunum 1984 til 1988 og svo aftur frá 1992 til 200 en hann á yfir 300 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×