Þægilegt hjá Manchester City gegn Crystal Palce

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn City fagna öðru marki sinna í dag.
Leikmenn City fagna öðru marki sinna í dag. vísir/getty
City menn eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar en þeir virðast eina liðið sem getur haldið í við Liverpool þessa dagana. Heimamenn í Palace héldu gestunum í skefjum nær allan fyrri hálfleik en eftir að fá á sig eitt mark fengu þeir annað nær strax í andlitið. Það var á 39. mínútu leiksins sem Gabriel Jesus kom Pep Guardiola og hans mönnum yfir með fínu skallamarki eftir sendingu Bernardo Silva. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Að þessu sinni var það nafni Bernardo, David Silva, sem skoraði markið eftir sendingu frá Raheem Sterling. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins þó Palace hafi ógnað í síðari hálfleik. Manchester City er með 19 stig eftir sigur dagsins, fimm stigum minna en Liverpool sem mætir erkifjendum beggja í Manchester United á morgun í stórleik helgarinnar. Crystal Palace er áfram í 6. sæti deildarinnar með 14 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.