Innlent

Þingmenn og starfsfólk þingsins fær rafmagnsreiðhjól til afnota

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri þingsins prófa hjólin.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri þingsins prófa hjólin. Mynd/Alþingi
Þingmenn og starfsmenn Alþingis munu næstu tvær vikurnar geta fengið lánuð rafmagnsreiðhjól í lengri og skemmri ferðir. Þingið hefur fengið tvö rafmagnsreiðhjól að láni til reynslu í tvær vikur að því er fram kemur í tilkynningu á vef Alþingis. Þar segir að tilgangurinn sé að hvetja til notkunar á reiðhjólum og kanna grundvöll fyrir því að þingið kaupi slík hjól til útlána.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis settu á sig hjálm og prófuðu hjólin í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. „Alþingi tekur þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og í því felst m.a. að hvetja fólk til að nota umhverfisvæna samgöngumáta til og frá vinnu og á vinnutíma, hvort heldur er í stuttar vinnutengdar ferðir eða skottúra í einkaerindum,“ segir um framtakið í frétt á vef þingsins.Þá hafa þingverðir um nokkurt skeið notað rafmagnshlaupahjól í sendiferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.