Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Mikið álag er á starfsfólki spítalans og er mikið um veikindi. Páll segir að vanda þurfi til verka ef ekki eigi að auka álagið. Fréttablaðið/Eyþór „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
„Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira